„Of margir útlendingar í Frakklandi“

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. Reuters

„Við höfum of marga útlendinga í Frakklandi,“ sagði Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, í kvöld. Hann sagði að of margir innflytjendur væru í landinu en hann hefur nú hafið kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri til forseta. Sarkozy segir stefnu sína þá að draga úr  fjölda nýrra innflytjenda um helming.

„Kerfi okkar sem miðar að samþættingu í samfélaginu virkar sífellt verr, því við erum með of marga útlendinga í landinu okkar og við getum ekki lengur fundið húsnæði fyrir þennan hóp, atvinnu eða skóla,“ segir Sarkozy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert