Smíða eftirlíkingu af Angkor Wat

Angkor Wat í Kambódíu.
Angkor Wat í Kambódíu. Mbl.is/Una Sighvatsdóttir

Ind­verj­ar ætla að verja næstu árum í það að smíða eft­ir­lík­ingu af Ang­kor Wat, borg­inni fornu, en minj­ar henn­ar í Kambódíu eru á heims­minja­skrá UNESCO og meðal vin­sæl­ustu ferðamannastaða Asíu.

Áætlað er að verkið muni kosta um 20 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, sem fást úr styrkt­ar­sjóði hind­úa, og mun eft­ir­lík­ing­in rísa á 40 ekru landsvæði í rík­inu Bih­ar í aust­ur­hluta Ind­lands. Þeir sem að verk­inu standa segja að hof­in eigi að verða hæstu hind­úa­hof í heimi, hærri en fyr­ir­mynd­in.

„Þetta verður eft­ir­lík­ing af Ang­kor Wat en hofið verður aðeins stærra en fyr­ir­mynd­in,“ hef­ur Afp eft­ir Kis­hore Kunal, rit­ara Bih­ar Mahav­ir Mand­ir-styrkt­ar­sjóðsins. Eft­ir­lík­ing­unni verður gefið nafnið Virat Ang­kor Wat Ram.

Hof­in í Ang­kor í Kambódíu þykja meðal stór­kost­leg­ustu forn­minja heims. Á fyrstu átta mánuðum árs­ins 2011 lagði rúm millj­ón ferðamanna leið sína þangað til að skoða þau.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert