Stríð gegn fíkniefnum erfitt

Douglas M. Fraser
Douglas M. Fraser Mynd/en.wikipedia.org

Löggæslu- og tollayfirvöld í Bandaríkjunum telja sig einungis ná um þriðjungi þeirra fíkniefna sem flutt eru til landsins frá Suður-Ameríku. Kom þetta fram í ávarpi Douglas M. Fraser hershöfðingja.

Byggja þeir mat sitt á upplýsingum frá eftirlitsstöðvum sem fylgjast grannt með skipa- og flugleiðum sem taldar eru vinsælar smyglleiðir inn í Bandaríkin. Að sögn Fraser er brýnt að tolla- og löggæsluyfirvöld fái aukin úrræði, tæki og mannafla til þess að halda úti stríðinu gegn fíkniefnum.

Segir hann stærsta hluta fíkniefnanna berast til Mexíkó og Mið-Ameríku með hraðskreiðum bátum og litlum flugvélum. Þaðan fara fíkniefnin svo landleiðina til Bandaríkjanna.

„90% af innfluttu kókaíni í Bandaríkjunum fer í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó,“ sagði Fraser.

Hann segir ákaflega dapurt að vita til þess að löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum lendi stundum í því að vita staðsetningu smyglskipa og -flugvéla en geta ekki komið í veg fyrir innflutning fíkniefnanna sökum manneklu og tækjaskorts.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert