Að minnsta kosti 32 almennir borgarar létu lífið í átökum víðs vegar um Sýrland í dag. Þúsundir mótmælenda streymdu venju samkvæmt út á götur eftir föstudagsbænir að sögn talsmanna Mannréttindavaktar fyrir Sýrland.
13 létu lífið í Idlib-héraði í kjölfar árása hersins á nokkur þorp þar. Uppreisnarmenn hafa jafnframt lýst yfir áhyggjum sínum af því að svipuð aðstaða verði í héraðinu og í Baba Amr-hverfinu í Damaskus, sem hermenn réðust inn í við upphaf marsmánaðar eftir stöðugar loftárásir um mánaðarskeið.
Margir voru einnig handteknir í dag, þar á meðal konur.
11 létu ennfremur lífið í og við Homs, þar á meðal átta inni í borginni sjálfri. Ein kona var skotin af leyniskyttu.