Japanar hættir hvalveiðum

Langreyður skorin í Hvalfirði.
Langreyður skorin í Hvalfirði. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Japanar eru hættir að veiða hval á þessari vertíð þrátt fyrir að hafa aðeins veitt þriðjung af þeim fjölda dýra sem stefnt var að. Hafa hvalveiðiskipin nú snúið til heimahafnar eftir að hafa veitt 266 hrefnur og eina langreyði, en kvótinn taldi 900 skepnur.

Japönsk yfirvöld kenna skemmdarverkum dýraverndunarsinna um að ekki náðist að veiða meira af kvóta vertíðarinnar. Þá segja þau slæmt veður á miðunum einnig hafa sett strik í reikninginn, samkvæmt frétt BBC.

Dýraverndunarsamtökin Sea Shepherd fylgja hvalveiðiskipum Japana hvert sem þau fara og trufla veiðar þeirra.  Paul Watson, forsprakki samtakanna, segist ánægður með að aðeins hafi tekist að veiða um 26% af kvótanum í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert