Króatíska þingið samþykkir ESB-aðild

Reuters

Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu var samþykkt í at­kvæðagreiðslu í dag í króa­tíska þing­inu með at­kvæðum allra þeirra 136 þing­manna sem þar sitja en meiri­hluti króa­tísku þjóðar­inn­ar samþykkti aðild í þjóðar­at­kvæði fyrr á ár­inu.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com að ríki ESB hafi und­ir­ritað aðild­ar­samn­ing Króa­tíu en eigi eft­ir að fá samþykki þjóðþinga sinna. Í kjöl­farið verði Króatía form­lega 28. aðild­ar­ríki sam­bands­ins í júlí á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert