Aðild að Evrópusambandinu var samþykkt í atkvæðagreiðslu í dag í króatíska þinginu með atkvæðum allra þeirra 136 þingmanna sem þar sitja en meirihluti króatísku þjóðarinnar samþykkti aðild í þjóðaratkvæði fyrr á árinu.
Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að ríki ESB hafi undirritað aðildarsamning Króatíu en eigi eftir að fá samþykki þjóðþinga sinna. Í kjölfarið verði Króatía formlega 28. aðildarríki sambandsins í júlí á næsta ári.