Leita að líkum ári eftir flóðbylgju

00:00
00:00

Leit stend­ur enn yfir að lík­um þeirra sem lét­ust þegar harður jarðskjálfti reið yfir norðaust­ur­strönd Jap­ans þann 11. mars í fyrra með þeim af­leiðing­um að gríðar­stór flóðbylgja skall á strönd­inni. Alls lét­ust 16 þúsund manns og yfir þrjú þúsund er enn saknað.

Bær­inn Rik­uzentakata í norður­hluta Jap­ans ber þess enn merki að hafa orðið fyr­ir nátt­úru­ham­förum en yfir 1.500 bæj­ar­bú­ar lét­ust og tæp­lega 300 er enn saknað eft­ir jarðskjálft­ann, sem mæld­ist 9 á Richter, og flóðbylgj­una sem kom í kjöl­farið. Í dag söfnuðust hundrað lög­reglu­menn frá ná­læg­um borg­um sam­an í bæn­um til að leita að lík­ams­leif­um þeirra sem enn er saknað en fimm af 12 lög­reglu­mönn­um Rik­uzentakata lét­ust í flóðbylgj­unni. Lög­reglu­menn­irn­ir segj­ast ekki vilja leggja árar í bát fyrr en það er al­veg ör­uggt að öll von sé úti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert