53% sögðu „já“ við vændisbílskúrum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Reuters

Meirihluti íbúa svissnesku borgarinnar Zürich samþykkti í atkvæðagreiðslu í dag áætlanir um að byggja sérstakt bílastæðasvæði fyrir vændiskonur og kúnna þeirra við útjaðar borgarinnar.

Með byggingu bílastæðasvæðisins, sem mun m.a. innihalda sérstaka bílskúra þar sem vændiskúnnar geta farið ásamt vændiskonum, vonast íbúar borgarinnar til þess að götuvændi færist frá íbúðahverfum í borginni og yfir að bílastæðasvæðinu.

Atkvæðagreiðslan fór þannig að 52,6% kjósenda sögðu „já“ en 47,4% „nei“. Áætlað er að ljúka byggingu bílastæðasvæðisins fyrir árið 2013.

Nánar má lesa um málið fréttavefnum TheLocal.ch

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert