Hótar að draga Frakkland úr Schengen

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. Reuters

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hótaði því dag að hann myndi binda enda á þátttöku Frakklands í Schengen-samstarfinu ef reglum þess yrði ekki breytt í þeim tilgangi að hindra flæði ólöglegra innflytjenda.

„Að 12 mánuðum liðnum, ef það hafa engar alvarlegar framfarir átt sér stað í þessum málum, þá mun Frakkland binda enda á þátttöku sína í Schengen-samstarfinu þangað til að samningaviðræðum um málið lýkur,“ sagði Sarkozy á kosningafundi í nágrenni við París, höfuðborg Frakklands, í dag.

Að sögn Sarkozy er þörf á nauðsynlegum aðgerðum til þess að stemma stigu við flæði ólöglegra innflytjenda en hann hefur á síðustu misserum nálgast skoðanir öfga-hægrimanna í málefnum innflytjenda í von um að auka líkur sínar á að ná endurkjöri í frönsku forsetakosningunum sem haldnar verða í apríl og maí.

„Við verðum að ráðast í endurbætur á Schengen sem eru jafn skipulegar og endurbæturnar sem við erum nýbúin að ráðast í á evrunni,“ sagði Sarkozy á fundinum og bætti við að Evrópusambandið ætti að hafa heimildir til þess að refsa þeim aðildarríkjum Schengen sem lokuðu ekki almennilega landamærum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert