Loftárás á skotmörk í Jemen

Predatorvél
Predatorvél Reuters

Ómannaðar flugvélar á vegum Bandaríkjahers gerðu í dag loftárás á skotmörk í Jemen. Loftárásin beindist gegn hugsanlegri vopna- og birðageymslu vígamanna á vegum al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna.

Sex eldflaugar hæfðu skotmörk sín en engar fregnir hafa borist af mannfalli.

Notast var við tvær ómannaðar flugvélar við árásina í dag og eru þær af Predator-gerð. Þeim er fjarstýrt af mönnum innan Bandaríkjahers og leyniþjónustunnar CIA.

Þessar ómönnuðu vélar eru gjarnan vopnaðar Hellfire-eldflaugum sem ýmist eru með 9 eða 8 kílóa sprengihleðslu.

Minnst 33 liðsmenn al-Qaeda létust í loftárás Bandaríkjahers á föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert