Vottaði samúð sína

Barack Obama
Barack Obama Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ræddi símleiðis við Hamid Karzai, forseta Afganistans, og vottaði samúð vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í Afganistan í dag. Í árásinni skaut bandarískur hermaður á óbreytta borgara fyrir utan herstöð sína þar í landi.

Alls er talið að sextán borgarar hafi fallið í árásinni, þar af níu börn og þrjár konur.

„Obama færði afgönsku þjóðinni samúðarkveðjur sínar og hét skjótri rannsókn. Hinn seki mun einnig verða dreginn til ábyrgðar,“ sagði talsmaður Hvíta hússins í samtali sínu við fréttamenn.

Obama hefur áður sagt atburðinn vera sorglegan og að hann tengist verkefnum alþjóðaliðsins á engan hátt. Þá endurspegli árásin heldur ekki vilja og skoðun hins almenna hermanns í landinu.

Forseti Afganistans hefur áður sagt árásina ófyrirgefanlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert