Norðmenn græða á myntsamstarfi

Norskar krónur.
Norskar krónur.

„Ég er hand­viss um að Íslend­ing­ar hafa mik­inn áhuga á því að taka upp norsku krón­una. Það myndi fela í sér stöðugt gengi og minni áhættu á fjár­mála­mörkuðum,“ seg­ir  Øystein Nor­eng, sem er pró­fess­or við viðskipta­há­skól­ann BI í Nor­egi. Hann seg­ir slíkt myntsam­starf vera hag beggja land­anna.

Þetta seg­ir Nor­eng í sam­tali við norska viðskipta­blaðið E24 Nær­ingsliv í dag.

Þar seg­ir hann að und­an­farið hafi verið mikl­ar vanga­velt­ur meðal Íslend­inga um að taka upp ann­an gjald­miðil og að nokkuð hafi verið rætt um evru í því sam­hengi. 

Að mati Nor­engs væri það hag­ur beggja land­anna ef Íslend­ing­ar tækju upp norsku krón­una, ekki síst ef Íslend­ing­ar tækju hana upp og gengju síðan í Evr­ópu­sam­bandið. Hann tel­ur að það myndi styrkja stöðu Norðmanna varðandi samn­inga við ESB og Rúss­land.

Nor­eng viðrar þann mögu­leika að Íslend­ing­ar og Norðmenn gætu kom­ist að sam­komu­lagi um sam­eig­in­lega reglu­gerð um haf­rétt, fisk­veiðar og nýt­ingu annarra auðlinda.

Grein E24 Nær­ingsliv

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka