Assad boðar þingkosningar í maí

Sýrlenskir uppreisnarmenn í borginni Idlib.
Sýrlenskir uppreisnarmenn í borginni Idlib. Reuters

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, hefur boðað þingkosningar 7. maí næstkomandi. Verða þetta þriðju kosningarnar í landinu frá því að Assad tók við völdum árið 2000.

Kofi Annan, fulltrúi Arababandalagsins og Sameinuðu þjóðanna, bjóst við því í dag að fá svör Sýrlandsstjórnar við tillögum sem miða að sáttum í landinu. Átökin sem verið hafa í heilt ár í landinu hafa orðið til þess að yfir 30 þúsund manns hafa flúið land og um 200 þúsund hafa flúið heimili sín. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að sýrlensk stjórnvöld hafi látið koma jarðsprengjum fyrir við landamærin, meðal annars á leiðum flóttafólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert