Lést eftir að hafa fengið bolta í sig

12 ára göm­ul bresk stúlka lést í dag eft­ir að hún fékk rug­by-bolta í brjóst­kass­ann. Slysið átti sér stað á skóla­lóð í Essex.

Rug­by er vin­sæl íþrótt í Bretlandi. Sér­stak­ur bolti er notaður í leikn­um, en hann er ílang­ur og nokkuð harður.

Stúlk­an beygði sig niður til að grípa bolt­ann. Hún fékk mikið högg í brjóst­kass­ann og missti við það and­ann. Kallað var á sjúkra­bíl og hún var í kjöl­farið flutt á sjúkra­hús þar sem hún lést.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert