Lést eftir að hafa fengið bolta í sig

12 ára gömul bresk stúlka lést í dag eftir að hún fékk rugby-bolta í brjóstkassann. Slysið átti sér stað á skólalóð í Essex.

Rugby er vinsæl íþrótt í Bretlandi. Sérstakur bolti er notaður í leiknum, en hann er ílangur og nokkuð harður.

Stúlkan beygði sig niður til að grípa boltann. Hún fékk mikið högg í brjóstkassann og missti við það andann. Kallað var á sjúkrabíl og hún var í kjölfarið flutt á sjúkrahús þar sem hún lést.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert