Talið er að stúlkur frá Króatíu, Búlgaríu, Moldavíu, Serbíu og Úkraínu hafi tældar með gylliboðum um atvinnu á Spáni en þegar þær komu þangað voru þær neyddar í vændi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Lögreglan í Króatíu og Spáni unnu saman að rannsókn málsins og hefur mansalshringurinn verið upprættur. Að minnsta kosti tíu hafa verið handteknir í tengslum við málið.
Sjö Króatar voru handteknir en þremur stúlkum frá Króatíu var bjargað úr ánauðinni og þeim komið í neyðarathvarf. Á Spáni voru þrír glæpamenn handteknir vegna málsins, að sögn lögreglu.
Aðgerðin hefur staðið yfir í nokkra mánuði og nefndist Katalónía, Catalunya, eftir héraðinu á Spáni þar sem stúlkurnar voru neyddar í vændi. Flestar þeirra í strandbænum Lloret de Mar á Costa Brava ströndinni.