Að minnsta kosti 28 biðu bana - þar af 22 börn - í rútuslysi í Sviss í gærkvöldi. Rútan var á heimleið með hóp belgískra barna úr skíðafríi. Til viðbótar slösuðust 24 börn, mörg þeirra alvarlega, að sögn lögreglu.
Slysið átti sér stað seint í gærkvöldi skammt frá bænum Sierre í kantónunni Valais. Það varð með þeim hætti að rútan ók á vegg í jarðgöngum. Tveir bílstjórar sem skiptust á um aksturinn eru meðal þeirra sem biðu bana, en alls voru 52 manns í rútunni. Flogið var með hina slösuðu til sjúkrahúsa í Lausanne og Berne.
Börnin eru frá þorgunum Lommel og Heverlee í Belgíu. Þau höfðu dvalist við skíðaiðkun í Val d'Anniviers.