Dómstóll í Bandaríkjunum komist í dag að þeirri niðurstöðu að Virginia Tech háskólinn hafi árið 2007 brugðist skyldu sinni að vara nemendur við hættu sem stafaði af byssumanni sem skaut á nemendur. 33 létust í árásinni.
Foreldrar tveggja nemenda sem létust í skotárásinni höfðuðu mál á hendur háskólanum með þeim rökum að skólinn hefði brugðist þeirri borgaralegu skyldu sinni að vara nemendur við skotmanninum, en slík viðvörun hefði getað bjargað lífi barna þeirra.
Dómstólinn dæmdi að skólinn ætti að greiða hvorum foreldrum fyrir sig fjórar milljónir dollara.
Háskólinn sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er vonbrigðum yfir niðurstöðu dómstólsins.