Börn sem lifðu af rútuslysið í svissnesku Ölpunum í fyrrakvöld hafa borið um að ökumaðurinn hafi verið að skipta um mynddisk, og setja í þar til gerðan spilara þegar áreksturinn varð. Staðfest hefur verið, að þetta sé til skoðunar við rannsókn málsins.
Alls voru 52 um borð í rútunni þegar slysið varð en börnin höfðu verið í skíðaferðalagi með kennurum sínum og voru á heimleið þegar rútan ók á steinvegg í jarðgöngum. 28 létust í slysinu, 22 börn og 6 fullorðnir. 24 börn eru slösuð og sum þeirra eru í lífshættu.