Svörin valda Annan vonbrigðum

Annan og Assad.
Annan og Assad. Reuter

Svör sýrlenskra stjórnvalda, um hvernig enda mætti blóðsúthellingar þar í landi, ollu Kofi Annan vonbrigðum. Þetta kom fram í ávarpi Annan til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Hann hvatti jafnframt stórveldin til að sameinast gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.

Annan sagði ennfremur að sendinefnd á hans vegum færi til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, í næstu viku til að ræða um möguleikann á því að koma upp varanlegri alþjóðlegri eftirlitsnefnd í landinu.

Hann ávarapaði Öryggisráðið í símaviðtali frá Genf og sagði að þau svör, sem honum hefðu borist til þessa við tillögum sínum, yllu honum vonbrigðum.

Annan gaf jafnframt til kynna að fátt virtist benda til þess að Assad væri tilbúinn til að binda enda á hernaðaraðgerðir gegn íbúum Sýrlands, sem mótmælt hafa aðgerum stjórnvalda. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að rúmlega 8.000 manns hafi látið lífið í Sýrlandi síðan óeirðrnar hófust í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert