Írar myndu missa áhrif innan ESB

Reuters

Haft er eft­ir Lor­enzo Bini Smagh, fyrr­ver­andi stjórn­ar­manni hjá Evr­ópska seðlabank­an­um, á írsku út­varps­stöðinni RTE að hafni írska þjóðin nýj­um sátt­mála á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins sem ætlað er að auka efna­hags­samruna á evru­svæðinu muni Írar verða áhrifam­inni inn­an sam­bands­ins.

„Ef ríki seg­ir nei miss­ir það áhrif í evr­ópsk­um mál­um,“ sagði Smagh en haldið verður þjóðar­at­kvæði um sátt­mál­ann á Írlandi í vor þar sem írska stjórn­ar­skrá­in krefst þess. Talið er lík­leg­ast að kosn­ing­in fari fram í lok maí­mánaðar en for­sæt­is­ráðherra Írlands, Enda Kenny, hef­ur sagt að hún muni snú­ast um áfram­hald­andi veru Íra á evru­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert