Írar myndu missa áhrif innan ESB

Reuters

Haft er eftir Lorenzo Bini Smagh, fyrrverandi stjórnarmanni hjá Evrópska seðlabankanum, á írsku útvarpsstöðinni RTE að hafni írska þjóðin nýjum sáttmála á vettvangi Evrópusambandsins sem ætlað er að auka efnahagssamruna á evrusvæðinu muni Írar verða áhrifaminni innan sambandsins.

„Ef ríki segir nei missir það áhrif í evrópskum málum,“ sagði Smagh en haldið verður þjóðaratkvæði um sáttmálann á Írlandi í vor þar sem írska stjórnarskráin krefst þess. Talið er líklegast að kosningin fari fram í lok maímánaðar en forsætisráðherra Írlands, Enda Kenny, hefur sagt að hún muni snúast um áframhaldandi veru Íra á evrusvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert