Norðmönnum hefur fjölgað um eina milljón síðustu 37 ár og eru nú fimm milljónir. Verði fjöldi innflytjanda svipaður og verið hefur undanfarin ár verða Norðmenn orðnir sex milljónir eftir 16 ár, árið 2028.
Í fyrra fluttu tæplega 80.000 manns til Noregs, eða nákvæmlega 79.498, og 32.466 fluttu úr landi. 60.200 fæddust í landinu, en rúmlega 41.000 létust.
Samkvæmt norsku hagstofunni er fólksfjölgun í Noregi sú þriðja mesta í Evrópu, en hún er meiri í Lúxemborg og Tyrklandi.