Hafði skipulagt árás í dag

Nágranni horfir út um glugga á vettvangi umsátusins.
Nágranni horfir út um glugga á vettvangi umsátusins. Reuter

Nicolas Sar­kozy, Frakk­lands­for­seti, sagði við full­trúa frá gyðinga­sam­fé­lagi í Frakklandi að bys­sumaður­inn í Tou­lou­se, Mohammed Merah, hafi ætlað sér að gera fjórðu árás­ina á miðviku­dag. Leiðtogi gyðinga­sam­fé­lags staðfesti að Sar­kozy hefði sagt að „morðing­inn hefði þegar áætlað að myrða að nýju og sú árás hefði átt að fara fram núna í morg­un“.

Frétta­stofa AFP hef­ur jafn­framt eft­ir heim­ild­ar­manni inn­an raða lög­reglu í Tou­lou­se að Merah hefði ætlað sér að myrða ann­an her­mann og hefði verið með til­tekið fórn­ar­lamb í huga.

Sar­kozy er nú viðstadd­ur minn­ing­ar­at­höfn um her­menn­ina þrjá, sem Merah er tal­inn hafa myrt. Hann hélt ávarp þar sem hann sagði að morðing­inn hefði ætlað sér að „kné­setja Frakk­land, en mistek­ist“.

Inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, Clau­de Gu­e­ant, sagði nú fyr­ir skemmstu að samn­ingaviðræður stæðu ennþá yfir við Merah. Merah hætti að tala við lög­reglu fyrr í dag og heim­ild­ar­menn AFP segja að hann hefði þá „viljað hvílast og lesa“.

Talið er að hann sé vopnaður hríðskotariffli, sjálf­virkri skamm­byssu og fjölda annarra vopna.

„Þetta eru lang­ar og erfiðar samn­ingaviðræður vegna þess að þessi ungi maður hef­ur mik­inn vilja­styrk,“ sagði Gu­e­ant.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert