Ekkert tilefni til að handtaka Merah

Frá umsátri frönsku lögreglunnar og sérsveitarinnar við hús Mohameds Merah …
Frá umsátri frönsku lögreglunnar og sérsveitarinnar við hús Mohameds Merah í gær. Reuters

Franska lögreglan hafði ekkert tilefni til að fangelsa Mohamed Merah, sem myrti sjö manns í borginni Toulouse í Suður-Frakklandi áður en hann féll í umsátri lögreglu í gærmorgun. Þetta segir forsætisráherra Frakklands, Francois Fillon. 

Merah var yfirlýstur öfga-íslamisti.

„Við höfum ekki rétt til þess í þessu landi að fylgjast stöðugt með fólki sem hefur ekki brotið neitt af sér, án þess að hafa til þess heimildir frá dómara,“ sagði Filllon í morgun. „Við búum í landi þar sem farið er eftir lögum og reglum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert