Hjarta grætt í Dick Cheney

00:00
00:00

Dick Cheney, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, er sagður vera á bata­vegi eft­ir að hafa fengið grætt í sig nýtt hjarta fyrr í dag.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá tals­manni Cheneys, að hann hafi geng­ist und­ir aðgerðina á In­ova Fairfax-sjúkra­hús­inu í Falls Church í Virg­in­íu í dag eft­ir að hafa verið á biðlista í 20 mánuði. Hann ligg­ur nú á gjör­gæslu­deild sjúkra­húss­ins.  

Cheney, sem er 71 árs, hef­ur lengi átt við van­heilsu að stríða. Hann fékk fyrst hjarta­áfall árið 1978 aðeins 37 ára gam­all. Hann fór í hjá­v­eituaðgerð árið 1988 og fékk gangráð árið 2001. Árið 2010 var grædd í hann dæla sem átti að stilla hjart­slátt­inn. 

Cheney var vara­for­seti Geor­ges W. Bush á ár­un­um 2001 til 2009. Hann er tal­inn vera meðal valda­mestu en jafn­framt um­deild­ustu vara­for­set­um í sögu Banda­ríkj­anna. Hann hafði mik­il áhrif bak við tjöld­in á stefnu Bush um stríðið gegn hryðju­verk­um, sem fól m.a. í sér inn­rás­irn­ar í Írak og Af­gan­ist­an, hler­an­ir á banda­rísk­um rík­is­borg­ur­um og notk­un harka­legra yf­ir­heyrsluaðferða sem telj­ast til pynt­inga. 

Hann hef­ur látið til sín taka í röðum re­públi­kana síðan hann lét af embætt­inu og m.a. gagn­rýnt Barack Obama Banda­ríkja­for­seta harðlega. 

Dick Cheney.
Dick Cheney.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert