Eiginkonan segir ákærurnar ótrúlegar

Hermaðurinn Robert Bales.
Hermaðurinn Robert Bales. AFP

Eig­in­kona banda­ríska her­manns­ins sem ákærður hef­ur verið fyr­ir morð á 17 óbreytt­um borg­ur­um í Kanda­h­ar í Af­gan­ist­an, seg­ir ákær­urn­ar „ótrú­leg­ar.“

Kari­lyn Bales, eig­in­kona Roberts Bales, seg­ir eig­in­mann sinn mjög hug­rakk­an. Hún seg­ir mann sinn hafa gengið í her­inn eft­ir árás­irn­ar á tví­bura­t­urn­ana 11. sept­em­ber árið 2001. Vildi hann verja land sitt og fjöl­skyldu.

Sam­kvæmt gögn­um máls­ins fór Bales út af her­stöð sinni í Kanda­h­ar, gekk inn í hús í ná­grenn­inu og skaut 17 manns til bana, þar af níu börn.

„Hann elsk­ar börn, hann er eins og stórt barn sjálf­ur,“ seg­ir eig­in­kon­an um Bales. „Ég hef ekki hug­mynd hvað hef­ur gerst en hann myndi ekki... hann elsk­ar börn og hann myndi ekki gera þetta.“

Nú er talið að Bales hafi farið í tvær árás­ar­ferðir frá her­stöð sinni. Hann hafi yf­ir­gefið her­stöðina, skotið á fólk, snúið aft­ur til her­stöðvar­inn­ar til þess eins að yf­ir­gefa hana aft­ur og halda dráp­un­um áfram. Hann er sagður hafa gef­ist upp án mót­spyrnu.

Robert Bales er 38 ára gam­all tveggja barna faðir. Hon­um er nú haldið í herfang­elsi í Kans­as.

Kari­lyn Bales hef­ur talað við eig­in­mann sinn tvisvar sinn­um síðan hann var sett­ur í gæslu­v­arðhald. Hann hringdi í eig­in­kon­una stuttu eft­ir fjölda­morðin. Kari­lyn seg­ir þau hafa talað um fjöl­skyldu­mál og þau  hafi játað ást sína hvort á öðru.

Robert Bales var í fjórða sinn á stríðssvæði er hann framdi verknaðinn. Hann hef­ur þris­var sinn­um verið í Írak en einu sinni í Af­gan­ist­an.

Hann er yngst­ur fimm bræðra og ólst upp í út­hverfi Nordwood í Cinc­innati Ohio. Hon­um hef­ur verið lýst sem glaðlynd­um og góðum manni.

Af vettvangi morðanna. Bales brenndi sum líkanna.
Af vett­vangi morðanna. Bales brenndi sum lík­anna. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert