Mitt Romney, einn þeirra sem keppir um útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs, er nú staddur í Kaliforníu í því skyni að afla fjár til kosningabaráttu sinnar. Meðal fjáröflunaraðferða er kvöldverður með frambjóðandanum, sem áhugasamir greiða að lágmarki 1.000 Bandaríkjadollara fyrir, jafnvirði 127.000 íslenskra króna og fyrir 1.500 dollara til viðbótar geta gestir látið taka af sér mynd með Romney.
Það eru tæpar 200 þúsund íslenskar krónur.
Að auki kom Romney fram í spjallþætti Jay Leno í dag.
Ekki eru þó allir íbúar Kaliforníu hrifnir af heimsókninni, en þar hafa demókratar löngum haft sterk ítök og voru mótmæli skipulögð á nokkrum stöðum.
Heimsókn Romneys til Kaliforníu hófst í gær, en þá hélt hann ræðu í San Diego þar sem hann gagnrýndi ný lög um heilbrigðisþjónustu. Hann sagði að lagasetningunni fylgdu geysileg fjárútlát.