Farþegar yfirbuguðu flugstjórann

Reuters

Flugfarþegar yfirbuguðu flugstjóra bandarísks flugfélags en hann hafði hlaupið um ganga vélarinnar og talað hátt um sprengjur og Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin.

Í frétt New York Post segir að maðurinn hafi lamið á hurðir vélarinnar og sagt fólki að biðja bænirnar sínar. Flugmaður vélarinnar á að hafa tekið eftir því að flugstjórinn hagaði sér undarlega áður en hann yfirgaf flugstjórnarklefann. Annar flugstjóri á frívakt tók við stjórn vélarinnar og lenti henni í Texas.

Farþegar yfirbuguðu flugstjórann og er vélinni hafði verið lent tók lögreglan við manninum og flutti hann á sjúkrastofnun.

Einn farþeganna sagði í samtali við Fox sjónvarpsstöðina að flugstjórinn hefði talað um Íran og reynt að komast að neyðarútgangi. Tók farþeginn flugstjórann kverkataki þar til hann missti meðvitund. Flugfélagið heitir Jetblue og segir manninn glíma við veikindi.

Einn farþeginn tók atburðinn upp á myndband sem nú er að finna á YouTube og hefur verið sýnt á mörgum helstu fréttastofum heims.

Frétt Sky

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert