Vill vera metinn sakhæfur

Útey, þar sem Anders Behring Breivik myrti 69 ungmenni þann …
Útey, þar sem Anders Behring Breivik myrti 69 ungmenni þann 22. júlí 2011. Reuters

Að sögn Geirs Lipp­estad, verj­anda norska fjölda­morðingj­ans And­ers Behring Brei­viks, mun vörn hans miðast við að sýna fram á sak­hæfi hans, en deilt hef­ur verið um hvort Brei­vik eigi við geðræn vanda­mál að stríða eða hvort hann sé sak­hæf­ur. Brei­vik mun ótt­ast að vera dæmd­ur ósakhæf­ur og legg­ur nú mikið kapp á að sýna fram á hið gagn­stæða.

Rétt­ar­höld­in hefjast 16. apríl.

Hann tel­ur að sál­fræðing­arn­ir sem mátu hann ósakhæf­an hafi verið und­ir póli­tísk­um þrýst­ingi við að kom­ast að þeirri niður­stöðu og hann vinn­ur nú að því að skrifa grein­ar­gerð þar sem hann gagn­rýn­ir það mat. Lipp­estad seg­ir Brei­vik halda því fram að 80% af því sem kem­ur fram í skýrslu sál­fræðing­anna sé rangt og hann hef­ur komið fram með fimm mis­mun­andi kenn­ing­ar um hvers vegna hann sé sagður ósakhæf­ur.

Sam­kvæmt frétt norska rík­is­sjón­varps­ins, NRK, er grein­ar­gerð Brei­viks  nokk­ur hundruð síður og hann vill dreifa henni til fjöl­miðla. Að sögn Lipp­estad eru eng­in vand­kvæði á því og mun Brei­vik því senda hana á næstu dög­um.

Brei­vik hef­ur beðið um að móðir hans verði ekki kölluð sem vitni verj­anda og hef­ur Lipp­estad  fall­ist á þá kröfu. Ekki ligg­ur enn fyr­ir hvort sak­sókn­ari hygg­ist láta hana bera vitni, en vitn­is­b­urður henn­ar er tal­inn geta varpað ljósi á ástæður þess að Brei­vik framdi voðaverk sín. 

Brei­vik bjó hjá móður sinni á full­orðins­ár­um, frá 2006 til 2011.

Næsta víst þykir að Brei­vik verði dæmd­ur sek­ur og verði þá vistaður annaðhvort í fang­elsi eða í ör­ygg­is­gæslu. Lífstíðarfang­elsi er ekki til í Nor­egi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert