Hættir við kjarnorkuver

Frá Sofia höfuðborg Búlgaríu.
Frá Sofia höfuðborg Búlgaríu. Reuters

Stjórn­völd í Búlgaríu hafa lagt á hill­una áform um að reisa nýtt kjarn­orku­ver í bæn­um Belene en til­kynnt var um þetta í gær, miðviku­dag. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com í dag.

Þegar hafði verið haf­ist handa við að reisa kjarn­orku­verið og hafði til að mynda ann­ar af tveim­ur kjarna­kljúf­um sem til stóð að hafa í ver­inu verið sett­ur upp en hann var feng­inn frá Rússlandi.

Búlgarsk­ir ráðamenn segj­ast nú frek­ar vilja gas­knúið orku­ver á staðnum en um­hverf­is­sam­tök höfðu lýst and­stöðu við bygg­ingu kjarn­orku­vers­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert