Stjórnvöld í Búlgaríu hafa lagt á hilluna áform um að reisa nýtt kjarnorkuver í bænum Belene en tilkynnt var um þetta í gær, miðvikudag. Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver.com í dag.
Þegar hafði verið hafist handa við að reisa kjarnorkuverið og hafði til að mynda annar af tveimur kjarnakljúfum sem til stóð að hafa í verinu verið settur upp en hann var fenginn frá Rússlandi.
Búlgarskir ráðamenn segjast nú frekar vilja gasknúið orkuver á staðnum en umhverfissamtök höfðu lýst andstöðu við byggingu kjarnorkuversins.