Mikill meirihluti Dana hafnar evrunni

Reuters

Sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar í Dan­mörku myndu 57,5% hafna evr­unni ef kosið yrði um hana og 12,2% til viðbót­ar myndu lík­lega hafna henni. Sam­an­lagt ger­ir það 69,7%.

Hins veg­ar myndu 17,2% styðja upp­töku evru í stað krón­unn­ar og 10,7% segj­ast senni­lega styðja það. Sam­an­lagt 27,9%. Um hliðstæðar niður­stöður er að ræða og í sam­bæri­legri könn­un í des­em­ber síðastliðnum.

Skoðana­könn­un­in var gerð af dönsku hag­stof­unni fyr­ir Danske Bank.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka