Sjö rosknir Svíar, búsettir á elliheimili í borginni Trollhättan í Svíþjóð, hafa látist að undanförnu úr inflúensu. Flestir þeirra sem létust höfðu fengið inflúensusprautu.
Inflúensufaraldur braust út á heimilinu í febrúar.
Alls hafa 23 af 112 íbúum heimilisins veikst. Smitsjúkdómalæknirinn Eva Lindhusen Lindhé segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið SVT, að þetta bendi til þess að bóluefnið hafi verið veikt og ekki veitt þá vernd sem skyldi.
Í frétt SVT segir að eldra fólk sé oft ónæmara fyrir áhrifum bólusetninga og að það gæti hugsanlega verið skýringin.