Sýknaðir af barnanauðgun

Merki Amnesty International.
Merki Amnesty International. mbl.is

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja það hneykslanlegt að hæstiréttur Brasilíu hafi sýknað menn, sem sakaðir voru um að nauðga þremur barnungum stúlkum, á þeirri forsendu að stúlkurnar hafi líklega verið vændiskonur. Stúlkurnar eru allar tólf ára gamlar.

„Nauðgun er aldrei á ábyrgð fórnarlambsins. Þessi dómur er mikið áfall og gefur ofbeldismönnum grænt ljós. Verði þetta raunin í fleiri dómsúrskurðum, þá gæti það fælt fórnarlömb kynferðisofbeldis frá því að kæra glæpina,“ segir talsmaður Amnesty í Brasilíu.

Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdómstóls í Sao Paulo, þar sem vörn verjanda mannanna var á þá leið að þar sem stúlkurnar hefðu verið vændiskonur þá hefðu þær sjálfkrafa gefið samþykki sitt.

Kynlíf með börnum yngri en 14 ára er refsivert í Brasilíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert