Friðsamleg mótmæli í Árósum

Meðlimir í samtökunum Danish Defence League.
Meðlimir í samtökunum Danish Defence League. www.dr.dk

Mótmælafundur hægriöfgamanna og þjóðernissinna er hafinn í Árósum í Danmörku og hefur farið friðsamlega fram og það sama gildir um fund áhugafólks um fjölmenningarsamfélag, sem haldinn er á sama stað og á sama tíma. 

Samtökin Danish Defence League, DDL, sem berjast gegn því að fólki af erlendum uppruna verði leyft að setjast að í Danmörku, standa fyrir mótmælafundinum og fjöldi áþekkra danskra samtaka á borð við Vederføllner og Stop Islamiseringen af Danmark taka þátt í honum auk systursamtaka víða að úr Evrópu.

Umræðuefnið er sú ógn sem samtökin telja að stafi af innflytjendum af arabískum uppruna.

Skoðanir hins hópsins eru af nokkuð öðrum toga, en þar er samankomið fólk sem telur fjölmenningu kost fyrir samfélagið.

Frétt mbl.is : Búist við átökum í Árósum í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka