Varaði við endalokum ESB og NATO

Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands.
Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands. Reuters

Utanríkisráðherra Póllands, Radek Sikorski, varaði við því í ræðu sem hann flutti í Varsjá síðastliðinn fimmtudag að viðstöddum pólskum þingmönnum að bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið (NATO) gætu liðast í sundur. Ef það gerðist þyrftu Pólverjar einir að takast á við Rússa sem gerðust sífellt ágengari.

Radek sagði hættuna sem ESB stæði frammi fyrir væri sú að aðildarríki þess hugsuðu í vaxandi mæli aðeins um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni sambandsins í heild. Á sama tíma væri minni fjármunum varið til sameiginlegs öryggis ESB-ríkjanna.

Ráðherrann sagði að NATO gæti hins vegar liðast í sundur ef Bandaríkjamenn tækju ákvörðun um að yfirgefa bandalagið. Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert