Aung San Suu Kyi á þing

Aung San Suu Kyi, mannréttindafrömuður og stjórnmálakona.
Aung San Suu Kyi, mannréttindafrömuður og stjórnmálakona. Reuters

Þjóðarbandalag í þágu lýðræðis (National League for Democracy) stjórnmálaflokkur Aung San Suu Kyi, sem er þekkt fyrir baráttu sína gegn herforingjastjórninni í Búrma, hefur lýst því yfir að hún hafi unnið sæti á þinginu eftir kosningar þar í landi samkvæmt breska vefmiðlinum Telegraph. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Flokkurinn býst við því að fá 80% atkvæða í kosningunum eða alls 36 þingsæti.

Ef þessar niðurstöður reynast réttar þá eru þær taldar marka mikilvæg tímamót í Búrma sem er að reyna byggja upp nútímastjórnkerfi en herforingjastjórnin hefur stjórnað landinu með harðri hendi í um hálfa öld.

Þá hefur utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, gefið til kynna ef að kosningarnar reynast hafa verið framkvæmdar samkvæmt lýðræðisreglum þá kunni Evrópusambandið að aflétta efnahagsþvingunum sem hafa verið sett á landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert