Eiginkonur Bin Ladens fangelsaðar

Húsið þar sem Osama Bin Laden bjó ásamt þremur eiginkonum …
Húsið þar sem Osama Bin Laden bjó ásamt þremur eiginkonum sínum og börnum og var veginn af Bandaríkjaher. Reuters

Þrjár ekkjur og tvær dætur Osama Bin Ladens hafa verið dæmdar fyrir að búa í Pakistan án heimildar. Lögmaður þeirra staðfestir þetta. Konurnar væru dæmdar í 45 daga fangelsi og þurfa að greiða 10.000 rúpía sekt, sem nemur um 14 krónum.

Að sögn BBC hafa konurnar nú þegar setið af sér u.þ.b. mánuð af dómnum og er búist við því að þær verði fluttar úr landi eftir tvær vikur. Þær hafa verið í haldi pakistanskra yfirvalda síðan sérsveitir Bandaríkjahers drápu Bin Laden í maí. Ekkjurnar þrjár eru taldar vera frá Sádi-Arabíu og Jemen. 

Ekki er vitað hvert þær verða fluttar. Þrátt fyrir að vera eftirlýstur um allan heim með 23 milljóna dala lausnargjald til höfuðs sér bjó Osama Bin Laden í tæp fimm ár í einbýlishúsi í borginni Abbottabad í Pakistan ásamt eiginkonum sínum og börnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert