Kosningabaráttan formlega hafin

Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands.
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands. Reuters

Stjórnvöld á Írlandi hófu í gær formlega baráttu sína fyrir því að nýr sáttmáli á vettvangi Evrópusambandsins um aukinn efnahagssamruna verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer um hann í landinu 31. maí næstkomandi.

„Við höfum frábært tækifæri til þess að lýsa því yfir við heiminn að Írland trúi á framtíð evrunnar,“ er haft eftir Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, á fréttavefnum Euobserver.com í dag.

Írland er eina ríki ESB þar sem kosið verður um sáttmálann í þjóðaratkvæði en það reyndist nauðsynlegt vegna ákvæðis í írsku stjórnarskránni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert