Lítil indversk stúlka hefur verið skilin eftir á sjúkrahúsi, en foreldrar hennar krefjast forsjár yfir dreng sem fæddist sömu nótt á sjúkrahúsinu. Þau fengu drenginn afhentan fyrir mistök.
Börnin fæddust á sjúkrahúsi í borginni Jodhpur fyrir einni viku. Foreldrar stúlkunnar fengu drenginn fyrir mistök í hendur. Þessi mistök voru leiðrétt þegar uppgötvaðist að drengurinn var ekki þeirra barn.
Foreldrar stúlkunnar neita hins vegar að viðurkenna að hún sé þeirra barn, en stjórnendur spítalans segja engan vafa leika á að þau eigi stúlkuna. Foreldrarnir hafa ákveðið að fara í forræðismál til fá viðurkennt að drengurinn sé þeirra barn. Þau hafa krafist að DNA-próf staðfesti hverjir séu foreldrar drengsins.
Meðan á þessari þrætu gengur er litla stúlkan í umsjón starfsfólks sjúkrahússins.
Löng hefð er fyrir því á Indlandi að fólk vill frekar eignast syni en dætur.