Forsætisráðherra Lettlands, Valdis Dombrovskis, sakar Evrópska seðlabankann um að beita útlokunaraðferð til þess að koma í veg fyrir að ný ríki geti tekið upp evruna með því að notast við ósanngjarnar verðbólgumælingar.
„Við stöndum nú í deilu við Evrópska seðlabankann um sumar hugmyndir hans um það hvernig eigi að uppfylla Maastricht-skilyrðin,“ en umrædd skilyrði þurfa ríki Evrópusambandsins að uppfylla áður en þau geta tekið evruna upp sem gjaldmiðil sinn.
Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að lettnesk stjórnvöld stefni að því að taka upp evruna árið 2014.