Tíu ára stúlka, búsett í norðausturhluta Kólumbíu, eignaðist barn þar fyrir skömmu. Barnið var tekið með keisaraskurði, þar sem mjaðmagrind stúlkunnar var ekki talið þola það álag sem fylgir barnsfæðingu.
Stúlkan kom á sjúkrahús þegar hún var gengin 39 vikur með barnið. Skömmu síðar var barnið tekið með keisaraskurði og heilsast því vel, en það var 2500 grömm að þyngd. Ekki er vitað hver barnsfaðirinn er, en lögregla rannsakar nú málið.