Pakistönsk kona var myrt á ofbeldisfullan og hrottafenginn hátt í heimahúsi í Narowal-héraði skammt frá borginni Lahore í norðausturhluta Pakistan. Árásin átti sér stað fyrir um tveimur vikum síðan og beinist grunur lögreglu einkum að tengdafjölskyldu fórnarlambsins. Þá er einnig níræð tengdamóðir hinnar látnu grunuð um aðild að morðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan, sem var 25 ára, á heimili sínu er ráðist var á hana en tengdafjölskyldan bjó jafnframt í sama húsi. Svo virðist sem eldfimum vökva hafi verið skvett á konuna þar sem hún horfði á sjónvarp og eldur lagður að.
Alls eru fjórir einstaklingar grunaðir um aðild að morðinu. Eiginmaður fórnarlambsins var við vinnu er árásin átti sér stað en við yfirheyrslur staðfesti hann grun lögreglu um stöðugar deilur á milli hinnar látnu og tengdafjölskyldu hennar.