Selja börn úr barnaverksmiðjum

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. RODGER BOSCH

Lögregla í Nígeríu hefur stöðvað starfsemi manna sem ráku eins konar verksmiðju þar sem ófrískum konum var haldið föngnum í þeim tilgangi að selja börn þeirra. Sjö konur voru í húsinu, þar af voru þrjár ófrískar. Engin börn voru í húsinu.

Talsmaður lögreglu talar um „barnaverksmiðju“ í yfirlýsingu um þetta mál. Konurnar sem haldið var föngnum voru á aldrinum 18-20 ára. Konunum var heitið tæplega 60 þúsund króna greiðslu fyrir að ala barn fyrir fyrirtækið. Þrír menn voru handteknir, þar af ein kona.

Þetta mál er ekki einsdæmi í Nígeríu, en lögregla hefur fundið nokkrar svona  verksmiðjur í landinu. Í október fann lögregla 17 ungar ófrískar konur í borginni Anambra sem var ætlað að eiga börn til þess að selja þau og nokkrum mánuðum áður fann lögreglan aðra slíka verksmiðju. Þar voru 32 ófrískar stúlkur.

Börnin eru seld til barnlausra hjóna. Ein ung móðir, sem hafði samband við manninn sem rak þessa verksmiðju í þeim tilgangi að fara í fóstureyðingu, var fengin til að samþykkja að ala barnið og selja það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert