Portúgal varð í gær fyrsta ríki Evrópusambandsins til þess að staðfesta nýjan sáttmála á vettvangi sambandsins sem ætlað er að auka á efnahagssamruna innan þess og stuðla að stöðugleika innan evrusvæðisins.
Sáttmálinn var staðfestur á portúgalska þinginu með 204 atkvæðum gegn 24 en tveir þingmenn sátu hjá.
Sáttmálinn mun taka gildi þegar 12 ríki ESB af þeim 25 sem hafa lýst yfir þátttöku sinni í honum hafa samþykkt hann. Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu.