Kona býður sig fram til forseta Afganistans

Afganska þingkonan Fawzia Koofi undirbýr nú kosningaherferð sín en hún hyggst bjóða sig fram í embætti forseta Afganistans. Kosningarnar fara fram árið 2014 en þá hefur Hamid Karzai gegnt embættinu í tvö kjörtímabil og má ekki gefa kost á sér aftur. Koofi býst við harðri baráttu.

Koofi er sú fyrsta sem tilkynnir um framboð sitt en hún er 36 ára. Hún segist búast við talsverðri mótstöðu, hótunum um ofbeldi og miklum þrýstingi á fjölskyldu sína. Þá telur hún að valdamiklir menn muni reyna að gera henni erfitt fyrir í kosningabaráttunni.

Koofi hefur barist ötullega fyrir réttindum kvenna í Afganistan. Hún vill að náttúruauðlindir landsins verði betur nýttar í því skyni að efla fjárhag landsins.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert