Öld frá því Titanic sökk

Eitt hundrað ár eru liðin frá því Titanic sökk eftir að hafa siglt á ísjaka og er þeirra sem létust, um 1.500 manns, minnst víða í dag.

Fyrstu fregnir sem Evrópubúum, og hugsanlega umheiminum, bárust af því að farþegaskipið Titanic væri að sökkva þann 15. apríl 1912, voru fréttaskeyti frá Press Association til dagblaðsins Belfast Evening Telegraph á Írlandi. Skeytið var sent kl. 10:39 að morgni, þremur klukkustundum eftir að skipið sökk. Skeytið, sem hefur varðveist, verður selt á uppboði í Dublin á Írlandi 21. apríl nk.

Titanic var byggt í skipasmíðastöð í Belfast og er skipskaðans minnst á sjó og var minningargarður opnaður í borginni í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert