Heilsaði að sið hægriöfgamanna

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik heilsaði með kveðju hægriöfgamanna þegar hann gekk í réttarsal héraðsdómstólsins í Ósló í morgun. Breivik var handjárnaður er hann gekk inn í salinn, en heilsaði á þennan hátt um leið og þau voru fjarlægð.

Hann sagðist ekki viðurkenna dómstólinn sem lögmætan og studdi þá fullyrðingu með því að dómarinn væri vinkona systur Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi leiðtoga norska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra.

Upphaf réttarhaldanna er mörgum erfiður tími, ekki síst eftirlifendum árása Breiviks og aðstandendum þeirra sem hann myrti. Stuðningshópur þeirra hefur látið útbúa sérstök merki sem þau bera og eiga að veita þeim frið fyrir ágengni fjölmiðlafólks.

Réttarhöldin hófust á því að ákæran var lesin í heild sinni. Þar kemur meðal annars fram í smáatriðum allt það sem gerðist í Útey þann 22. júlí. Að því loknu verður Breivik spurður að því hvort hann lýsi sig sekan eða saklausan. 

„Við vitum vel að hann mun lýsa sig saklausan. Hann tekur enga ábyrgð á gerðum sínum, þvert á móti mun hann segja að aðrir beri ábyrgð á þeim,“ segir Harald Stanghelle, ritstjóri stjórnmálaumfjöllunar norska blaðsins Aftenposten á vefsíðu blaðsins.

Verjendur Breiviks: Odd Ivar Groen, Tord Jordet, Vibeke Hein Bæra …
Verjendur Breiviks: Odd Ivar Groen, Tord Jordet, Vibeke Hein Bæra og Geir Lippestad. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert