Réttarhöldunum lokið í dag

Réttarhöldum yfir norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik er lokið í dag. Réttarhöldunum verður framhaldið kl. 7 að íslenskum tíma í fyrramálið og hefjast á vitnisburði Breiviks sjálfs. Hefur verjandi hans beðið um að Breivik fái 30 mínútur til að lesa upp skjal og útskýra mál sitt.

Breivik viðurkenndi í morgun að hafa framið morðin en sagði að ekki ætti að refsa sér fyrir verknaðinn. Í réttarsalnum var svo spiluð upptaka af  símtali stúlku sem hringdi í örvæntingu sinni úr Útey er Breivik var þar að skjóta og myrða fólk. 77 manns féllu í árásunum.

Breivik sýndi engin svipbrigði er saksóknari las upp nöfn og áverka fórnarlambanna. Hann táraðist þó er myndband var sýnt í réttarsalnum, sem hann bjó sjálfur til og setti á netið daginn sem ódæðin voru framin.

Ættingjar fórnarlamba Breiviks voru margir í réttarsalnum og áttu þeir bágt með að hemja tilfinningar sínar.

Reiknað er með að réttarhöldin taki tíu vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert