Sjóræningjar samþykkja samstarf

Wikipedia

Sjóræningjaflokkar í ýmsum ríkjum Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að taka höndum saman og bjóða fram sem ein heild í kosningum. Þá hafa þeir einnig í hyggju að bjóða fram til Evrópuþingsins og mynda þar eigin þingflokk en næstu kosningar til þingsins fara fram 2014.

Þessar ákvarðanir voru teknar á ráðstefnu sem sjóræningjaflokkarnir stóðu að í Prag höfuðborg Tékklands um helgina en þessir flokkar hafa einkum barist fyrir frelsi til þess að deila stafrænu efni á internetinu. Meðal annars hafa slíkir flokkar verið áberandi í Þýskalandi og Svíþjóð.

Að sögn Mikulas Ferjencik, varaformanns Sjóræningjaflokksins í Tékklandi, mun sameiginlegt framboð auk áðurnefnds markmiðs leggja áherslu á gegnsæi og þá einkum hjá hinu opinbera, og betri samskipti stjórnvalda við almenna borgara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert