AGS vill 400 milljarða dollara

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS. AFP

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur farið fram á það við aðildarþjóðir sjóðsins um að lána honum rúma 400 milljarða Bandaríkjadollara vegna vanda Evruríkjanna.

Þetta sagði Lagarde í viðtali við þýska dagblaðið Frankfurt Allgemeine Zeitung þegar hún var spurð að því hversu mikið fé sjóðurinn þyrfti til að geta aðstoðað Evruríki í vanda.

Áður hafði Lagarde farið fram á 500 milljarða dollara til að styrkja sjóðinn.

Fundur fjármálaráðherra og seðlabankastjórar þeirra ríkja sem standa að sjóðnum hefst í Washington á föstudaginn og er búist við miklum átakafundi. Bandaríkjamenn segja að réttast væri að Evruríkin seildust í vasa sína áður en leitað er til annarra ríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert