Sjaldgæf sýn inn í Norður-Kóreu

00:00
00:00

Frétta­mönn­um frá Reu­ters frétta­stof­unni var á dög­un­um hleypt inn í Norður-Kór­eu og gefið sjald­séð tæki­færi til að mynda. Norður-Kórea er eitt af ein­angruðustu ríkj­um heims og sem fyrr reyna stjórn­völd að stýra gæti­lega þeirri ímynd sem gef­in er af land­inu.

Meðal þess sem fréttateymi Reu­ters fékk að fylgj­ast með voru hátíðahöld í til­efni 100 ára af­mæl­is Kim Il-Sung, þar sem þúsund­ir her­manna marseruðu um göt­ur höfuðborg­ar­inn­ar Pyongyang í tilþrifa­mik­illi sýn­ingu. Allt er til þess gert að sýna hernaðarmátt hinar „sterku og vel­meg­andi þjóðar“ und­ir stjórn nýs leiðtoga henn­ar, Kim Jong-Un. 

Ham­ingja og vel­meg­un íbúa und­ir­strikuð

Max Duncan, blaðamaður Retu­ers seg­ir ekki hjá því komið að velta því fyr­ir sér hvað norður-kór­eska þjóðin, 23 millj­ón­ir manna sem marg­ar lifi við hung­ur­mörk, hugsi með sér þegar þau sjá hina glæstu sýn­ingu í sjón­varp­inu. „Eru þau stolt? Eða finnst þeim þau vera fang­ar? Eru þau ef til vill alls ekki snort­in af hátíðahöld­un­um, sem hafa verið með óbreytt­um hætti í ára­tugi. Fyr­ir okk­ur er hið minnsta mjög spenn­andi að vera hér og finna fyr­ir titr­ingn­um frá skriðdrek­un­um und­ir fót­un­um og heyra öskrin í her­mönn­un­um þegar þeir skunda hjá.“

Um kvöldið var frétta­mönn­un­um boðið að fylgj­ast með veislu­höld­um þar sem þúsund­ir uppá­klæddra ung­menna dönsuðu og sungu um Kim Il-sung. Gera má ráð fyr­ir að dans­spor­in hafi verið þau­læfð í vinnu­hóp­um. Allt er til þess gert, að sögn Reu­ters, að und­ir­strika ham­ingju og vel­meg­un íbúa Pyongyang.

Munaðarlaus börn við hung­ur­mörk

Í sveit­um lands­ins blas­ir hins­veg­ar ann­ar veru­leiki við. Þegar blaðamaður Reu­ters ferðaðist þar um í októ­ber síðastliðnum ásamt sam­tök­un­um Lækn­ar án landa­mæra fann hann fyr­ir al­var­lega vannærð börn á sjúkra­hús­um og munaðarleys­ingja­hæl­um. Lækn­arn­ir sögðu að stór hluti barn­anna muni deyja fá­ist ekki frek­ari mat­vælaaðstoð og hjálp­ar­gögn. 

Börn­in sungu fyr­ir frétta­menn­ina vin­sælt norður-kór­eskt barna­lag, sem kall­ast Eng­an þarf að öf­unda. Text­inn er lítið dul­inn áróður og börn­in syngja um að þau „þurfi eng­an í heim­in­um að öf­unda“.

Ein­læg gest­risni fylgd­ar­manna

Ekk­ert slíkt var hins­veg­ar sjá­an­leg í af­mæl­is­heim­sókn­inni til Pyonyang, sem var vand­lega stýrt af stjórn­völd­um. Fréttamaður Reu­ters seg­ir að fylgd­ar­menn þeirra, skipaðir af yf­ir­völd­um, hafi verið upp­gefn­ir í lok ferðar og ef­laust fegn­ir að sjá að baki út­lend­ing­un­um. 

„En þrátt fyr­ir óhjá­kvæmi­lega spennu á ferðalag­innu var gest­risni þeirra og skop­skyn ein­lægt og stund­um snart það okk­ur. Að sjálf­sögðu get­um við ekki hringt í þá eða sent þeim tölvu­póst, ekki einu sinni handskrifað bréf. En ef og þegar Norður-Kórea verður raun­veru­lega sterk og vel­meg­andi, þá fáum við kannski að sjá þá aft­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert